Innihaldslýsing

1 msk olía til steikingar
1 geiralaus hvítlaukur, saxaður
1 rauðlaukur skorinn í sneiðar
3 tsk marokkósk kryddblanda
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika
1 dós niðursoðnir tómatar, ég notaði frá Rapunzel
1 bolli rauðar linsubaunir frá Rapunzel
2 1/2 bolli grænmetissoð eða vatn + 2 tsk grænmetiskraftur
200g fetaostur, olían síuð frá
Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur. Kryddblandan sem ég nota er heimagerð, það er hægt að gera bara rúmlegt magn og eiga hana þangað til næst. Kryddblönduna er einnig hægt að nota í kjúklingarétti eða jafnvel lamb. Hér er ég með rauðar linsubaunir sem er eitt af...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að gera kryddblönduna, setjið hana til hliðar
2.Skerið lauk og hvítlauk, setjið olíu á pönnu og stráið 3 tsk af kryddblöndunni yfir. Steikið á vægum hita þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
3.Bætið þá paprikunni saman við og steikið áfram í 2-3 mín. Bætið við tómötunum og látið malla áfram í smástund.
4.Setjið linsubaunir og grænmetissoðið saman við og látið malla á vægum hita í 20 mín. Setjið þá fetaostinn saman við og látið malla á vægum hita í 5 mín.
5.Berið fram með kínóa eða kúskús og góðu flatbrauði.

Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur. Kryddblandan sem ég nota er heimagerð, það er hægt að gera bara rúmlegt magn og eiga hana þangað til næst. Kryddblönduna er einnig hægt að nota í kjúklingarétti eða jafnvel lamb. Hér er ég með rauðar linsubaunir sem er eitt af mínum uppáhalds hráefnum. Þær þarf ekki að forsjóða og henta vel í allt. Hægt væri að sleppa fetaostinum eða nota vegan útgáfu og þá er rétturinn orðinn vegan.

 


Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.