Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann.
Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða ílát og hita upp á staðnum. Bera fram með góðu brauði og áleggi og þá eruði komin með fullkomna útilegu máltíð.
Hún er vegan og lífræn og hentar vel þeim sem eru með einhvers konar óþol. Ég mauka hana með töfrasprota en það er óþarfi ef hann er ekki til á heimilinu.
Leave a Reply