Innihaldslýsing

2 kg kjúklingavængir
salt
2 msk dijon sinnep
2 msk sætt sinnep, t.d. frá Bahncke
5 msk hunang
2 tsk edik
2 tsk hot sósa
salt og pipar
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Setjið álpappír á ofnplötu og þekið með olíu.
2.Raðið kjúklingavængjunum þar á og saltið.
3.Setjið í 220°c heitan ofn og eldið í 20 mínútur og snúið þeim þá við og eldið í aðrar 20 mínútur eða þar til vængirnir eru gylltir á lit og eldaðir í gegn.
4.Hrærið dijon, sætu sinnepi, hunangi, ediki, hot sósu, salti og pipar saman í stórri skál. Smakkið sósuna til.
5.Setjið vængina í skálina og veltið þeim upp úr sósunni.
6.Leyfið þeim að hvíla í sósunni í 5 mínútur og veltið þeim aftur upp úr sósunni og berið fram.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.