Geta 1233 einstaklingar haft rangt fyrir sér? Þetta hugsaði ég þegar ég las umfjöllun um það sem leit út fyrir að vera óskaplega venjulegt kjúklingapasta. Þvílíka lofið sem það fékk! Forvitnin náði tökum á mér og ég varð að prófa. Gæti þetta klikkað?
Ég breytti uppskriftinni aðeins og setti fullt af grænmeti. Pastað var frábært og svo ótrúlega einfalt. Hvet ykkur til að prófa þetta, hvort sem er spari eða hversdags, algjört gúmmelaði. Fyrir ykkur sem ekki hafið tök á því að nálgast cajunkrydd hef ég sett inn einfalda uppskrift að því.
Cajun kjúklingapasta
fyrir 4-6
4 kjúklingabringur, skornar í strimla
3 tsk cajun krydd * fæst frá Pottagöldrum
250 g tagliatelle, soðið “al dente”
4 matskeiðar smjör
1/2 rauðlaukur, smátt skorinn
3-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 pakki sveppir
1 zucchini
4 msk sólþurrkaðir tómatar, niðurskornir
500 ml matreiðslurjómi
1/2-1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 búnt fersk basil, söxuð
1/2 búnt steinselja söxuð
Parmesanostur
Aðferð
- Blandið saman kjúklingi og cajun kryddi í poka/skál og nuddið kryddinu vel í bringurnar.
- Steikið grænmeti upp úr 1 msk. smjöri og rétt mýkið það, takið það svo til hliðar.
- Steikið kjúklinginn upp úr afganginum af smjörinu á pönnu við meðalhita í um 5-7 mín.
- Bætið útí öllu hráefninu sem eftir er (fyrir utan steinseljunni og parmesan) á pönnuna og hitið.
- Hellið öllu yfir pastað og blandið saman.
- Stráið steinselju og parmesan yfir. Saltið og piprið eftir smekk.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að nálgast cajunkrydd. Ég prufaði þetta frá Pottagöldrum um daginn og það gekk vel. Það er þó einfalt að gera cajunkrydd heima og hér er ein einföld uppskrift.
CAJUNKRYDD
2 tsk salt
2 tsk hvítlaukssalt
2 1/2 tsk paprika
1 tsk svartur pipar
1 tsk laukkrydd (eða bara 1/2 tsk í viðbót af hvítlaukssalti)
1 tsk cayenne
1 1/4 tsk oregano
1 1/4 timian
Öllu blandað saman og geymt í lokuðu íláti.
Leave a Reply