Innihaldslýsing

2 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
500 g nautgripaþynnur frá Kjarnafæði, fást frosnar í Bónus
2 tsk steinselja
1 tsk rósmarín
1 tsk timían
½ tsk salt
½ tsk svartur pipar
1 msk Worcestershire sósa
2-3 hvítlauksrif, pressuð
2 msk hveiti
2 msk tómat paste
240 ml nautasoð
1 bolli frosnar baunir og gulrætur
Kartöflumús:
2 stórar bökunarkartöflur, afhýddar og skornar í bita
110 g smjör
60 ml rjómi
½ tsk hvítlauksduft
½ tsk salt
¼ tsk svartur pipar
¼ bolli rifinn parmesan
Uppskriftin er fyrir 3-4 manns en ég mæli alltaf með því að tvöfalda hana!

Leiðbeiningar

1.Látið olíu á pönnu og hitið yfir miðlungshita. Bætið lauknum saman við og hrærið í 3-5 mínútur. Bætið kjötinu á pönnuna ásamt steinselju, rósmarín, timían, salti og pipar og hrærið öllu vel saman. Eldið í 6-8 mínútur eða þar til kjötið er farið að brúnast.
2.Látið Worcestershire sósu og hvítlauk saman við og steikið í 1 mínútu. Bætið þá hveiti og tómat paste og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman
3.Bætið að lokum soði og frosnu grænmeti. Látið malla í 5 mínútur. Takið af hitanum og geymið.
4.Kartöflumús: Sjóðið kartöflurnar í 10-15 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast. Hellið vatni frá og bætið smjöri, rjóma, hvítlauksdufti, salti og pipar saman við og stappið. Bætið parmesan útí og blandið öllu vel saman.
5.Látið kjötið í ofnfast mót. Látið kartöflumúsina ofaná og dreyfið vel út. Látið í 200°c heitan ofn í 25-30 mínútur. Kælið í 15 mínútur áður en borið er fram.
Nautgripaþynnur frá Kjarnafæði fást frosnar í verslunum Bónus en færslan er unnin í samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.