Þegar maður borðar indverskan mat er það döðlumaukið sem setur punktinn yfir i-ið. Ég er nú sjaldan svo forsjál að muna eftir því að leggja döðlurnar í bleyti í 2 tíma áður en ég elda þær, en hef þess í stað léttsoðið þær þar til þær eru mjúkar og hef ekki fundið neinn mun. Þetta...

Þegar maður borðar indverskan mat er það döðlumaukið sem setur punktinn yfir i-ið. Ég er nú sjaldan svo forsjál að muna eftir því að leggja döðlurnar í bleyti í 2 tíma áður en ég elda þær, en hef þess í stað léttsoðið þær þar til þær eru mjúkar og hef ekki fundið neinn mun. Þetta er alltaf jafn mikil snilld.

Döðluchutney
250 g döðlur
hvítlauksrif
1/2 grænn chillí

Aðferð
Döðlurnar eru settar í bleyti í volgt vatn í tvær klst (eða þær léttsoðnar). Geymið hluta af vatninu. Maukið döðlurnar í matvinnsluvél, látið útí hvítlauksrif og chillí. Bætið vatni af döðlunum við þar til maukið verður mátulega þykkt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.