Innihaldslýsing

1 stórt eggaldin
200 g geitaostur
ólífuolía
100 g valhnetur
hunang
2 hvítlauksrif, pressuð
timían
chilí flögur
salt og pipar
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Skerið eggaldinið niður í sneiðar. Saltið á báðum hliðum. Leggið á eldhúspappír og látið standa í 15 mínútur. Skolið saltið þá af og þerrið vel.
2.Setjið smjörpappír á ofnplötu og raðið eggaldinsneiðunum þar á. Penslið sneiðarnar með ólífuolíu.
3.Eldið í 180°c heitum ofni í 5 mínútur á hvorri hlið.
4.Skerið geitaostinn niður í sneiðar. Leggið á eggaldinsneiðarnar.
5.Stráið söxuðum valhnetum, hvítlauk, timían, chilí flögum, salti og pipar yfir. Dreypið yfir smá hunangi og setjið inn í ofn í 15 mínútur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.