Innihaldslýsing

500 g nautahakk
1 laukur, smátt skorinn
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 tsk chilíduft
1 tsk paprikuduft
1 tsk cumin
1 msk nautakraftur, t.d. frá Oscar's
1 dós niðurskornir tómatar, t.d. frá Hunt's
2 msk tómatpúrra, t.d. frá Hunt´s
1 tsk sykur
1/2 tsk oregano
1 dós rauðar nýrnabaunir,t.d. frá Rapunzel
Fyrir 4

Leiðbeiningar

1.Steikið lauk við lágan hitan þar til hann er orðinn mjúkur. Bætið þá hvítlauknum, chilí, papriku og cumin saman við. Hækkið hitann á pönnunni, setjið nautahakkið saman við og brúnið það.
2.Látið nautateninginn saman við 300 ml af heitu vatni og hellið því út á pönnuna ásamt tómötum, tómatpúrru, sykri og oregano. Látið malla í um 20 mínútur. Bætið þá nýrnabaunum saman við og látið malla í 10 mínútur til viðbótar. Saltið og piprið og bætið við chilíkryddi ef þurfa þykir.
3. Mikilvægt er að leyfa réttinum að standa í 10 mínútur áður en hann er borinn fram. Berið fram með sýrðum rjóma og nachosflögum.

Chili con carnevar gert að opinberum rétti Texas-ríkis í Bandaríkjunum með sérstakri samþykkt fylkisþingsins 1977. Nafnið þýðir ósköp einfaldlega „chili með kjöti“. Hér er einföld og nokkuð hefðbundin útgáfa, yljandi á köldum vetrarkvöldum – eða bara hvenær sem er! Þetta er einn af þessum gömlu sígildu réttum þar sem ægilegt fjaðrafok getur verið milli annars vel meinandi fólks um hvað eigi með réttu heima í honum. Nýrnabaunir eru eitt af því umdeilda og tómatar líka – uppruninn er sagður vera blokkir af þurrkuðu nautakjöti, chilipipurum og salti sem landnemar í vesturríkjum Bandaríkjanna á 19. öld höfðu með sér í vagnalestunum og suðu í vatni svo úr varð kássa. Þennan rétt má gera eins sterkan og smekkur fólks leyfir – um eina fræga útgáfu af Chili con carne var sagt að hún opnaði átján ennisholur óþekktar læknavísindunum!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.