Innihaldslýsing

250g steinlausar döðlur frá Rapunzel
250ml sjóðandi heitt vatn
1 tsk matarsódi
220g hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
¼ tsk salt
1 tsk vanilludropar
140g cristallino hrásykur frá Rapunzel
80ml bragðlaus kókosolía, brædd
80ml Oatly haframjólk ikaffe
Flórsykur til þess að dusta yfir kökuna
Þessi kaka er alveg fullkomin sunnudagskaka sem gott er að skella í með stuttum fyrirvara. Það er mjög einfalt að laga deigið og það þarf ekkert að bíða eftir því að hún kólni alveg. Krökkunum finnst þessi alveg dásamleg sem og okkur fullorðna fólkinu. Kakan er án dýraafurða og henta vel þeim sem sneiða hjá...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 160°C blástur. Smyrjið kringlótt 20-22cm form.
2.Setijð döðlurnar í skál ásamt matarsóda. Sjóðið vatnið og hellið yfir döðlurnar og látið standa í 5 mín.
3.Setijð þá döðlurnar ásamt vatninu, vanilludropum, sykrinum, kókosolíunni og haframjólk í blandara og vinnið vel saman þar til döðlurnar hafa maukast vel.
4.Blandið saman þurrefnum í skál og hrærið í með sleif. Hellið úr blandarakönnunni yfir þurrefnin og hrærið vel saman. Hellið í smurt formið og bakið í ca. 50 mín eða þar til prjónn kemur hreinn upp.
5.Varist þó að baka kökuna of lengi. Berið kökuna volga fram, dustið flórsykri yfir áður. Þessi er alveg dásamleg á köldum vetrardögum með góðum kaffibolla

Þessi kaka er alveg fullkomin sunnudagskaka sem gott er að skella í með stuttum fyrirvara. Það er mjög einfalt að laga deigið og það þarf ekkert að bíða eftir því að hún kólni alveg. Krökkunum finnst þessi alveg dásamleg sem og okkur fullorðna fólkinu. Kakan er án dýraafurða og henta vel þeim sem sneiða hjá þeim.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.