Innihaldslýsing

160g hveiti
150g sykur
3/4 tsk matarsódi
180ml Oatly hafradrykkur með appelsínu og mangó
60ml bragðlítil jurtaolía
1/2 msk eplaedik, má skipta út fyrir borðedik
1 tsk vanilludropar
1 msk rifinn appelsínubörkur, varist að raspa niður í hvíta hlutann af berkinum
1 tsk appelsínudropar ef vill, má sleppa
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að hita ofninn í 180°C blástur
2.Setjið þurrefnin í skál og hrærið með písk
3.Blandið út í, Oatly appelsínudrykk, olíu, ediki, vanilludropum og appelsínuberki
4.Hrærið saman þar til deigið er orðið samfellt. Smyrjið kringlótt 22cm form og setjið deigið í.
5.Bakið í 20-25 mín, fer eftir ofnum en þegar prjónn kemur hreinn upp sem stungið er í hana er kakan tilbúin. Leyfið kökunni að kólna að mestu áður en kremið er sett á.

Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk.

Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með appelsínum og mangó og það kom alveg sérlega vel út. Hún er alveg ótrúlega mjúk og rann ljúflega ofan í bæði börn og fullorðna.

 

 

 

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, umboðsaðila Oatly

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.