Innihaldslýsing

150 g hveiti
1 tsk sykur
1/2 tsk salt
1 1/2 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
2 eggjahvítur
2 eggjarauður
150 g smjör, brætt og kælt
150 ml matreiðslurjómi
125 ml vatn
skinkustrimlar
rifinn mozzarellaostur
6-8 stk.

Leiðbeiningar

1.Blandið hveiti, sykri, lyftidufti og matarsóda saman í skál.
2.Hrærið eggjarauður, smjöri, rjóma og vatni saman og hellið saman við hveitiblönduna. Hrærið saman.
3.Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru stífar. Bætið varlega saman við deigið með sleif.
4.Hitið vöfflujárn og smyrjið með smjöri.
5.Setjið deigið á vöfflujárnið og stráið skinkustrimlum og mozzarellaosti yfir deigið áður en vöfflujárninu er lokað.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.