

| 110 g smjör, mjúkt | |
| 200 g púðursykur | |
| 60 ml dökkt síróp eða mólassi | |
| 1 egg | |
| 1 tsk vanilludropar | |
| 200 g hveiti | |
| 60 g OTA haframjöl | |
| 1/2 tsk matarsódi | |
| 1 1/2 tsk engiferkrydd | |
| 1 tsk kanill | |
| 1 tsk allrahanda | |
| 1/4 tsk salt | |
| Smjörkrem: | |
| 100 g smjör | |
| 200 g flórsykur | |
| 1 tsk vanilludropar | |
| 1-2 msk mjólk |
Gerir 15 smákökur
| 1. | Hrærið smjör og púðursykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið sírópi, eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til blandan er orðin mjúk. |
| 2. | Blandið öllum þurrefnum saman í skál og bætið rólega saman við hitt á hægustu stillingu. Kælið deigið í klukkustund. |
| 3. | Mótið litlar kúlur úr deiginu og látið á ofnplötu með smjörpappír. Bakið í 10-12 mínútur. Kælið. |
| 4. | Gerið smjörkremið: Hrærið mjúkt smjörið, flórsykur, vanilludropa og mjólk saman þar til kremið er orðið mjúkt. |
| 5. | Smyrjið kremi á kökuna og leggið aðra köku yfir. |
| 6. | Það er gott að láta þær standa við stofuhita í 30 mínútur. |

Leave a Reply