Innihaldslýsing

110 g smjör, mjúkt
200 g púðursykur
60 ml dökkt síróp eða mólassi
1 egg
1 tsk vanilludropar
200 g hveiti
60 g OTA haframjöl
1/2 tsk matarsódi
1 1/2 tsk engiferkrydd
1 tsk kanill
1 tsk allrahanda
1/4 tsk salt
Smjörkrem:
100 g smjör
200 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
1-2 msk mjólk
Gerir 15 smákökur

Leiðbeiningar

1.Hrærið smjör og púðursykur þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið sírópi, eggi og vanilludropum saman við og hrærið þar til blandan er orðin mjúk.
2.Blandið öllum þurrefnum saman í skál og bætið rólega saman við hitt á hægustu stillingu. Kælið deigið í klukkustund.
3.Mótið litlar kúlur úr deiginu og látið á ofnplötu með smjörpappír. Bakið í 10-12 mínútur. Kælið.
4.Gerið smjörkremið: Hrærið mjúkt smjörið, flórsykur, vanilludropa og mjólk saman þar til kremið er orðið mjúkt.
5.Smyrjið kremi á kökuna og leggið aðra köku yfir.
6.Það er gott að láta þær standa við stofuhita í 30 mínútur.
Færslan er unnin í samstarfi við OTA haframjöl

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.