Innihaldslýsing

200g lífrænar döðlur, ég notaði Rapunzel
200ml vatn
1 tsk matarsódi
150g hveiti
2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 tsk malað engifer
1/3 bolli bragðlaus olía
1/4 bolli Oatly ikaffe haframjólk
2 msk dökkt síróp (ég notaði rauða Lyle's black treacle en líka hægt að nota þetta græna en þá verður kakan ljósari)
1/3 bolli púðursykur
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C blástur
2.Setjið döðlur í pott ásamt vatni og látið suðuna koma upp. Sjóðið í 5 mín og slökkvið undir. Maukið döðlurnar með töfrasprota þar til þær eru orðnar vel maukaðar. Setjið matarsódann útí ásamt olíu, sykri, sírópi og vanillu.
3.Setjið hveiti, lyftiduft og salt saman í skál. Hellið döðlublöndunni út í og hrærið varlega saman.
4.Smyrjið eldfast form í minni kantinum og dreifið vel úr deiginu í formið. Bakið í 20-25 mín. Útbúið karamellusósuna á meðan kakan bakast.
5.Takið kökuna úr ofninum og látið hana kólna að mestu. Stingið nokkur göt í hana með tannstöngli og hellið karamellunni yfir. Þegar kakan er orðin alveg köld útbúið þá þeytta hafrarjómann og smyrjið yfir kökuna. Ég skreytti hana með smá pekanhnetum en þess þarf ekki.

Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið.

Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.