Innihaldslýsing

400g hveiti
3 tsk lyftiduft
5 msk sykur
120g ískalt smjör í litlum bitum
2 og 1/2dl nýmjólk köld
50g lífrænar rúsínur frá Rapunzel
rifinn börkur af einni sítrónu
1 tsk sítrónudropar
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...

Leiðbeiningar

1.Setjið þurrefni í matvinnsluvélina og "púlsið" nokkrum sinnum, bætið við smjörinu og blandið rétt svo þannig að stærstu bitarnir af smjörinu séu á stærð við baunir.
2.Setjið rúsínur, sítrónubörk og sítrónudropa og "púlsið" svona tvisvar. Bætið mjólkinni út í og blandið rétt svo þannig að deigið loði saman.
3.Setjið á hveitistráða borðplötu og hnoðið lítillega, fletjið út þannig að deigið sé 2-3cm á þykkt. Skerið út skonsurnar með glasi eða hringlaga piparkökumóti. Varist samt að snúa glasinu í hringi þegar þið skerið kökurnar, best að skera bara beint niður. Þetta gæti haft áhrif á hvernig þær lyfta sér í ofninum. Leggið þær á plötu klædda bökunarpappír og bakið í 12-14 mín eða þangað til þær eru gullinbrúnar. Látið kólna í svona 15 mín.

Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með sítrónu ommilettu og það er kannski ekki málið.

Lemon curd (eða sítrónusmjör) er svo líka gott á allt, vöfflur, millilag í kökur ofl. en með þessi tvenna, lemon curd og þessar skonsur er eiginlega af öðrum heimi. Skonsurnar eru líka einfaldar í gerð og almennilegar rúsínur í þær gerir útslagið. Ég er allavega ekki ein af þeim sem tínir rúsínur úr bakkelsi, það er helst að ég bæti aðeins við. Ég nota hér lífrænar rúsínur frá Rapunzel en þær eru alveg sérlega bragðgóðar. Alls ekki of stórar sem mér finnst kostur í bakstri.

 

 


 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.