Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með sítrónu ommilettu og það er kannski ekki málið.
Lemon curd (eða sítrónusmjör) er svo líka gott á allt, vöfflur, millilag í kökur ofl. en með þessi tvenna, lemon curd og þessar skonsur er eiginlega af öðrum heimi. Skonsurnar eru líka einfaldar í gerð og almennilegar rúsínur í þær gerir útslagið. Ég er allavega ekki ein af þeim sem tínir rúsínur úr bakkelsi, það er helst að ég bæti aðeins við. Ég nota hér lífrænar rúsínur frá Rapunzel en þær eru alveg sérlega bragðgóðar. Alls ekki of stórar sem mér finnst kostur í bakstri.
Leave a Reply