Epla crostata með sítrónurjómaosti og Dumle karamellum
by Avistain Bakstur, Eftirréttir, Kaka
Fylling
350 g epli, skorin í þunnar sneiðar
2 msk sykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk sítrónusafi
1 msk hveiti
1 poki Dumle karamellur, skornar í bita
Blandið öllu saman. Þegar botninn hefur verið flattur út og rjómaostakremið sett yfir látið þá fyllinguna yfir rjómaostinn. Brjótið upp á endana á botninum og þrýstið aðeins niður. Penslið með mjólk og bakið í 200°c heitum ofni í 25 mínútur eða þar til skorpan er gyllt að lit.
Botn
150 g hveiti
1/4 tsk salt
1/2 msk sykur
1/4 tsk kanill
1 dl ólífuolía
1 dl mjólk + 1 msk til penslunar
Setjið hveiti, salt, sykur og kanil saman í skál. Bætið ólífuolíu og mjólk saman við og hrærið þar til deigkúla hefur myndast. Hnoðið á hveitistráðu borð og fletjið út í 30 cm hring. Færið yfir á ofnplötu með smjörpappír.
Rjómaostakrem
160 g Philadelphia rjómaostur
2 msk sykur
1 tsk vanilludropar
Hrærið öllu saman og látið á botninn en skiljið 3 cm eftir á endanum.
Leave a Reply