Innihaldslýsing

1 og 1/2 bolli hveiti
1 og 1/2 bolli heilhveiti
1/2 bolli haframjöl
2 msk lyftiduft
3 msk hrásykur
1 tsk sjávarsalt
1 og 1/4 bolli AB mjólk frá Örnu
1 og 1/4 bolli Nýmjólk frá Örnu
2 msk jurtaolía
Sesamfræ og jafnvel birkifræ til að dreifa yfir toppinn
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...

Leiðbeiningar

1.Hitið ofninn í 180°C blástur
2.Setjið öll þurrefnin í skál og hrærið aðeins í með sleif.
3.Hellið ab mjólkinni yfir og byrjið aðeins að hræra, setjið mjólkina þá út í ásamt olíunni. Hrærið þar til kekkjalaust en alls ekki hræra of mikið.
4.Setjið bökunarpappír í ílangt form (jólakökuform), setjið deigið í formið (deigið á að vera mjög þykkt) og stráið sesamfræjum yfir.
5.Bakið í miðjum ofni í 1 klst. Þegar brauðið er fullbakað, takið þá formið úr ofninum. Látið mesta hitann rjúka úr því og setijð það þá á grind. Það smakkast best volgt með smjöri!

Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í brauðrist. Ab mjólkin í brauðinu gerir það alveg sérlega mjúkt og góður hafrakeimur af því.

Færsla og myndir eftir Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu í Bolungarvík.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.