Fáránlega góður kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum
Fáránlega góður kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum
Fáránlega góður kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum

Innihaldslýsing

150 g kasjúhnetur, ósaltaðar
1 laukur
1 rauð paprika
1 brokkolí
4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
Kjúklingur í kasjúhnetusósu. Þessi réttur fær fullt hús stiga

Leiðbeiningar

1.Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman.
2.Ristið hneturnar á þurri pönnu og hrærið reglulega svo þær brenni ekki. Takið af pönnunni og geymið.
3.Skerið laukinn í skífur, saxið paprikuna og skerið brokkolíið í bita.
4.Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og setjið á pönnuna ásamt smá olíu og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur brúnast.
5.Bætið grænmetinu þá saman við og steikið áfram. Bætið hnetunum saman við og að lokum sósunni og látið aðeins malla við vægan hita.
6.Bætið við chilíkryddi ef áhugi er á því.

Þennan rétt, kjúkling í kasjúhnetusósu, held ég að flestir elski nema hvað þessi uppskrift toppar allar þær sem ég hef bragðað. Þessi uppskrift var það góð að heimamenn báðu um meira og meira og meira þannig að hugmynd mín um að nýta réttinn í nesti daginn eftir gekk ekki upp. Næst tvöfalda ég uppskriftina klárlega. Frábær kvöldverður sem klikkar ekki.

Færslan er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.