Ef þið viljð slá í gegn í matarboðinu þá bjóðið þið uppá þetta guðdómlega flatbrauð. Það er lítið mál að vera búinn að baka botninn fyrr um daginn og henda svo á hann álegginu.

| 1. | Volgu Vatni og geri blandað saman þar til gerið er leyst upp |
| 2. | Öllum hráefnum fyrir botninn er hnoðað saman |
| 3. | Deiginu leyft að hefast í skál í 20 - 30 mín |
| 4. | Hvítlauksrif bökuð í ofni í 20 mín á 200 gráðum |
| 5. | Bökuð hvítlauksrif kramin með gaffli og blandað við sýrðan rjóma og mæjónes |
| 6. | Botninn er hnoðaður út og bakaður þar til hann verður stökkur |
| 7. | Botninn skorinn í mátulega stórar sneiðar áður en áleggi er raðað á hann |
| 8. | Hvítlauks mæjónesi er smurt á botninn |
| 9. | Pharma skinka er skorin í sneiðar og raðað ofan á hvítlauks mæjó |
| 10. | Rucola, niðurskornar döðlur, möndlur & parmesan ostur ef fólk vill, raðað ofan á |
| 11. | Gróft salt eftir smekk |
Ef þið viljð slá í gegn í matarboðinu þá bjóðið þið uppá þetta guðdómlega flatbrauð. Það er lítið mál að vera búinn að baka botninn fyrr um daginn og henda svo á hann álegginu.

Leave a Reply