300 g hveiti | |
1 msk þurrger | |
1 tsk sykur | |
1/2 tsk salt | |
180 g fingurvolgt vatn |
Uppáhalds einfalda pizzadeigið
1. | Setjið gerið út í fingurvolgt vatnið og bætið sykri saman við. Geymið í 5-10 mínútur eða þar til gerið er uppleyst og farið að mynda loftbólur. |
2. | Setjið þurrefnin saman í skál og hellið gerblöndunni saman við og hnoðið vel saman. |
3. | Setjið plastfilmu eða viskustykki yfir skálina og látið hefast í 25 mínútur. |
4. | Hnoðið aftur og fletið út og toppið með ykkar uppáhalds áleggi. |
Leave a Reply