Innihaldslýsing

250 g smjör
100 g suðusúkkulaði
1 poki (120 g) Dumle
4 egg
2 dl sykur
3 dl hveiti
3 msk kakó
Fyrir 6-8 manns

Leiðbeiningar

1.Setjið smjör, súkkulaði og 1 poka af Dumle karamellum í pott og bræðið saman við vægan hita. Takið af hitanum og kælið.
2.Hrærið egg og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá súkkulaðiblöndunni og kakói saman við.
3.Setjið í form (20-22cm) og bakið í 175°c heitum ofni í um 25 mínútur.
4.Karamellukrem: Setjið rjóma og Dumle karamellurnar saman í pott og bræðið við vægan hita.
5.Þegar karamellan er bráðin takið af hitanum og hrærið mjúku smjörinu saman við. Hrærið að lokum flórsykri saman við þar til kremið hefur náð góðri þykkt.

 

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes sem flytur inn Dumle karamellur.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.