Franskar kökur hafa fyrir löngu aflað sér mikilla vinsælda fyrir að tilheyra í flokki með bragðbetri kökum sem til eru en vera jafnframt þær einföldustu í gerð. Hér erum við með uppskrift af einni dásamlegri ekta súkkulaðiköku með fílakaramellukremi sem er “TO DIE FOR”.
Fílakaramellukaka
4 egg
2 dl sykur
200 gr suðusúkkulaði
200 gr smjörlíki
1 dl hveiti
Fílakaramellukrem
200 g fílakaramellur
1 dl rjómi, bræddur
- Þeytið egg og sykur vel saman þra til blandan er orðin létt og ljós.
- Bræðið smjör og súkkulaði saman og hellið saman við eggjablönduna. Bætið hveiti varlega saman við. Setjið inn form í 180°c heitan ofn í um 30 mínútur.
- Gerið fílakaramellukremið með því að setja karamellurnar og rjóma saman í pott og sjóða við vægan hita. Kælið lítillega og hellið yfir kökuna. Berið fram með ís og/eða rjóma.
Leave a Reply