Innihaldslýsing

4 Kjúklingabringur
200 gr Kotasæla
150 gr Vínber
25 gr Spínat
150 gr Sýrður rjómi
1 Hvítlauksrif
1/2 msk Sykur/Stevia (Granulated sem er eins og sykur í útliti)
Þessi innihaldsefni eru þau sem ég nota oftast, en ef ég vill gera hann sparilegri eða er að fá fólk í mat þá skipti ég kotasælunni út fyrir fetaost í sömu hlutföllum. Kotasælan er hollari kostur og því tilvalin að nota eins og á virkum dögum eða þegar maður er á leiðnni í bikiní.

Leiðbeiningar

1.Skerið rauf í kjúklingabringurnar og örlítið út til hliðana innan frá raufunni svo það myndast pláss til þess að setja fyllinguna inní þær
2.Blandið kotasælu, vínberjum og spínati saman í skál
3.Skiptið fyllingunni á milli inní bringurnar. Gott að nota tvo gaffla til þess að opna þær og ýta inní
4.Ef það er afgangs fylling sem kemst ekki fyrir er gott að setja hana til hliðar ofaní eldfasta mótið
5.Salt og Pipar eftir smekk
6.Eldið á 180 gráðum í 35 mínútur - eða þar til bringurnar eru fulleldaðar.
7.Sýrðum rjóma, hvítlauksrifi og sykri/stevu er blandað saman og notað sem sósa með

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.