Innihaldslýsing

1 msk ólífuolía
1 laukur, saxaður
1 poki (325 g) vegofärs, frá anamma
salt og pipar
1/2 tsk allrahanda
1/2 tsk hvítlauksduft
1 dós kjúklingabaunir (má sleppa)
1 búnt ferskt steinselja
1 bollli hrísgrjón
1/2 tsk paprikukrydd
3 msk tómatsósa
2 1/4 bolli vatn
6 paprikur, skornar í tvennt og kjarnhreinsaðar
mozzarellaostur
Fylltar paprikur að hætti miðjarðarhafsbúa

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu í potti. Setjið lauk þar ofaní og steikið í 1-2 mínútur. Bætið
2.Bætið nú steinselju, hrísgrjónum, papriku og tómatsósu og hrærið vel saman.
3.Lækkið hitann og látið malla í 15 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru fullelduð. Grillið paprikurnar 10-15 mínútur og snúið þeim reglulega. Takið af grillinu og kælið lítillega.
4.Setjið paprikunar ofnplötu eða í ofnfast mót og látið fyllinguna í paprikurnar. Hyljið með álpappir og bakið í 20 mínútur í 180°c heitum ofni. Takið álpappírinn af og bakið í 10 mínínútur til viðbótar þar til osturinn er bráðinn. Berið fram með góðu salati og jógúrtsósu.

Fylltar paprikur eru hinn besti matur á virkum dögum og er bæði stútfullur af góðri næringu ásamt því að vera tiltölulega einfaldur í gerð og í góðu samstarfi við budduna.

Uppskriftin hér inniheldur vegan hakk frá Anamma sem bragðast dásamlega. Allar vörur frá Anamma eru vegan, sem þýðir að engin egg, mjólk, ostur eða aðrar dýraafurðir eru notaðar í framleiðslunni.

Undir Anamma vörumerkinu eru níu vörutegundir: Vegan Hakk, Vegan Falafel, Pulled BBQ Vegan, Vegan bollur, Vegan Bitar, Vegan Pylsur, Vegan Borgarar, Vegan Snitsel, Vegan Chorizo. Hakkið er lítillega kryddað þannig að þið farið varlega í kryddunina og smakkið þetta til að eigin smekk.

Uppskriftin er unnin í samstarfi við Ásbjörn Ólafsson ehf. 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.