Sumarlegt kartöflusalat sem slær í gegn!
Sumarlegt kartöflusalat sem slær í gegn!
Sumarlegt kartöflusalat sem slær í gegn!

Innihaldslýsing

800 g kartöflur, soðnar og kældar
3 vorlaukar, sneiddir
1 rauð paprika, skorin í litla teninga
1 rauðlaukur, saxaður
1 búnt fersk steinselja, söxuð
3 harðsoðin egg, skorin í bita
80 g beikon
1 dós sýrður rjómi, t.d. 5% frá Mjólka
3 msk majones
2 msk dijon sinnep
1 tsk paprikukrydd
salt og pipar
Sumarlega kartöflusalatið sem slær í gegn

Leiðbeiningar

1.Raðið beikoninu í ofnfast mót og eldið í 200°c heitum ofni þar til beikonið er orðið stökkt.
2.Hellið fitunni af beikoninu í skál og bætið sýrðum rjóma, majonnesi og sinnepi saman við. Kryddið með paprikukryddi og smakkið til með salti og pipar.
3.Blandið kartöflum, vorlauk, papriku, lauk og steinselju saman í skál. Hrærið dressingunni saman við. Bætið að lokum beikoninu og eggjunum varlega saman við. Kælið í að minnsta kosti 30-60 mínútur áður en salatið er borið fram.

Þá lét sólin sjá sig á höfuðborgarsvæðinu og mikið sem það er gleðilegt. Allt verður aðeins einfaldara í sól og tilvalið að grilla góðan kvöldmat. Þetta kartöflusalat með eggjum, beikonbitum og vorlauk er eitt það besta sem þið hafið bragðað.  LOFA!

Færslan er unnin í samstarfið við Mjólku

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.