Kjúklingarétturinn sem fékk hæstu einkunn veislugesta
Kjúklingarétturinn sem fékk hæstu einkunn veislugesta
Kjúklingarétturinn sem fékk hæstu einkunn veislugesta

Innihaldslýsing

4-6 kjúklingabringur, skornar í tvennt, t.d. Rose Poultry
salt og pipar
4 vorlaukar, saxaðir þunnt
2 hvítlauksrif, pressað
120 ml kjúklingasoð (eða vatn + 1 teningur kjúklingakraftur)
1 box sýrður rjómi 18%, t.d. frá Mjólka
1 msk steinselja, söxuð
Kjúklingur með stökku beikoni og vorlauk í geggjaðri sósu

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og sláið niður eða rúllið þar til þær eru orðnar þunnar. Saltið og piprið og stráið smá hveiti yfir þær.
2.Setjið smjör og olíu á pönnu og steikið kjúlingabringurnar í um 4 mínútur á báðum hliðum.
3.Takið kjúklinginn af pönnunni og bætið vorlauk og hvítlauk út á pönnuna og steikið í um 1 mínútu og hrærið stöðugt í á meðan.
4.Bætið kjúklinginum aftur út á pönnuna, ásamt beikonbitum og hellið síðan kjúklingasoðinu saman við. Látið malla í 5 mínútur.
5.Takið kjúklinginn af pönnunni og stráið beikoni yfir kjúklinginn.
6.Gerið sósuna með því að hræra sýrðum rjóma út á pönnuna og hitið en látið ekki sjóða.
7.Hellið sósunni yfir kjúklinginn og beikonið. Berið fram með tagliatelle og einföldu salati, t.d. icebergt með tómötum, rauðlauk og fetaosti.

Þessi kjúklingaréttur er svona einn af þessum sem eru einfaldir í gerð en slá algjörlega í gegn. Hann hentar í hvaða matarboði sem er nú eða bara með kósý réttur fyrir fjölskylduna. Þennan elska allir!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.