Þetta geggaða ostasalat ætti að vera mörgum kunnulegt enda hefur þetta gengið á milli saumaklúbba í mörg herrans ár. Engu að síður eru margar útgáfur í boði og þessi er mín uppáhalds.

| 1 rauð paprika | |
| 20 rauð vínber | |
| 1/2 púrrulaukur | |
| 1 mexikóostur | |
| 1 piparostur | |
| 1 hvítlauksostur eða jalapeno | |
| 1 dós 10% sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka | |
| 2 -3 msk majones |
Þetta slær ávallt í gegn
| 1. | Kjarnhreinsið paprikuna og skerið í litla bita og vínber í 2-4 hluta. |
| 2. | Skerið ostana niður í litla bita. Saxið púrrulaukinn smátt. |
| 3. | Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli í 2-3 tíma áður. |
| 4. | Berið fram með kexi eða góðu brauði. |
Leave a Reply