Geggjuð steikarsamloka með  jalapenosósu
Geggjuð steikarsamloka með  jalapenosósu

Innihaldslýsing

4 Krispy Kreme kleinuhringir, Original glazed
1 msk olía
800 g nautakjöt
salt og pipar
2 msk smjör
2 laukar, þunnt sneiddir
2 jalapeno, skornir þunnt
2 hvítlauksrif, þunnt skorin
1 msk Worcestershire sósa
2 msk sykur
60 ml rjómi
2 tsk eplaedik
ostur
klettasalat
Geggjuð Krispy Kreme steikarsamloka með  jalapenosósu

Leiðbeiningar

1.Þerrið kjötið og saltið og piprið. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötið við háan hita í um 5-7 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt. Setjið á skurðarbretti og haldið hita með álpappír.
2.Lækkið hitann og brærið smjörið. Bætið lauk, jalapeno, hvítlauk, worcestersire sósu og sykri á pönnuna og hrærið vel í blöndunni. Saltið og piprið.
3.Látið malla í 15 mínútur eða þar til grænmetið er farið að mýkjast og gyllt á lit. Bætið rjóma saman við og jafnvel smá safa af nautakjötinu. Hitið lítillega og bætið við eplaediki. Smakkið til með salti og pipar.
4.Skerið kleinuhringina í tvennt. Setjið smá klettasalat á hvorn kleinuhring. Skerið kjötið niður í þunnar sneiðar og skiptið niður á kleinuhringina. Leggið ostasneiðar yfir kjötið – ég lét hana stuttlega á pönnu áður og hitaði lítillega. Hellið sósunni yfir  kjötið og leggið hinn helminginn af kleinuhringinum yfir. Berið fram.

Kleinuhringir eru ekki bara góðir sem snarl heldur má nota þá t.d. í bakstur eða í stað brauðs. Hér notum við þá í geggjaða steikarsamloku með nautakjöti og ómótstæðilegri jalapenosósu og útkoman er himnesk.

Með þessum rétti mælum við með ísköldum Peroni.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.