Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu...

Þegar ég startaði þessari síðu minni var alltaf hugmyndin að fá hæfileikaríka og frumlega einstaklinga til að koma með sína góðu uppskrift. Nú er komið að því og fyrsti matgæðingurinn minn er hún Ása María Reginsdóttir, fagurkeri með meiru. Hún býr í Verona á Ítalíu með eiginmanni sínum Emil Hallferðssyni sem er atvinnumaður í knattspyrnu þar í borg.
Ása heldur úti dásamlega bloggsíðu asaregins.com þar sem hún deilir með okkur fallegum hugrenningum, ljósmyndum og færir okkur hinum smá af Ítalíu beint í æð. Hér deilir hér með okkur dásamlegri en um leið einfaldri uppskrift að nautakjöti með rucola og parmesanosti.
Tagliata di manzo con rucola e grana (nautakjöt með rucola og parmesanosti)
Nautakjöt, skorið í ágætlega þykkar sneiðar (1 cm sirka)
Góð kaldpressuð ólífuolía (t.d frá Sollu)
Sítróna
Parmesanostur
Gróft salt t.d Maldon
Pipar

Aðferð
Kjötið grillað/eldað eftir smekk – mæli með medium. Ekkert kryddað á þessu stigi. Restin af hráefninu er sett í falleg ílát og lagt á borðið. Hver og einn tekur kjöt á diskinn sinn. Saltar það og piprar eftir smekk. Þá næst er sítrónan kreist yfir, ólífuolíunni hellt á kjötið, rucolað sett á og að lokum er parmesan-osturinn rifinn yfir allt. Og þá er rétturinn tilbúinn.

Það er gaman að hafa smá svona föndur við matarborðið og það myndast alltaf góð stemning við það, sérstaklega ef það eru margir við borðið.

Ég gerði líka sætar kartöflur með kjötinu í kvöld og notaði sesamolíu á þær. Það er alltaf betra að hita olíurnar sem minnst svo þær tapi ekki næringarinnihaldinu þannig ég setti olíuna yfir þegar þær komu út úr ofninum.

Sætar kartöflur
Kartöflurnar skornar í skífur. Þær settar í eldfast mót ásamt pipar og sesamfræjum. Örlítið vatn sett í botninn og þær látnar bakast. Þegar þær eru tilbúnar er sesamolíunnisáldrað yfir og þá eru kartöflurnar tilbúnar. Og þær eru æðislega góðar.

Emil vildi einnig smá auka salat með þannig ég setti rucola í skál. Skar niður avókadó ( góð fita í því líka ) og skreytti með granatepli. Að lokum skvetti ég smá graskersolíu yfir allt. Þannig að, ég notaði þrjár mismunandi olíur í kvöldmatinn okkar í kvöld.Ítalskur matur er yfirleitt mjög einfaldur og mikið sama hráefnið notað.

Salt, pipar, góð ólífuolía og sítróna og þú ert kominn með dásemdar fiskrétt líka. Verði ykkur að góðu!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.