Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki...

Gestabloggari okkar að þessu sinni er hún Kristín Björk Þorvaldsdóttir. Kristín er flugfreyja hjá Icelandair og er þekkt fyrir sitt fagra bros, húmor og lífsgleði. Ekki nóg með það heldur er einstaklega gaman að fylgjast með henni töfra fram girnilega rétti. Eins og með allt besta fólkið þá er hún hógvær og vill nú ekki gera of mikið úr þessum hæfileikum sínum en fékkst engu að síður til að deila með okkur uppskrift að frægu humarpizzunni  “ala Kristín” sem óhætt er að fullyrða að sé sú allra besta.

Kristín og fjölskylda á góðri stundu við matarborðið

Ólíkt mörgum þá finnst mér alls ekkert svo leiðinlegt að fara í búðina. Þar sér maður allskonar fólk, hittir gjarnan einhverja sem maður hefur ekki séð svo lengi og á oft skemmtilegt spjalla við fólkið sem vinnur á kössunum. Ég hef unun af því að elda góðan mat og fæ í orðsins fyllst merkingu tár í augun þegar ég sé að ég hef skorað hátt við matarborðið ???? Alla jafna borðum við mjög hollan mat hér á heimilinu og við hugsum vel um okkur. Við förum mjög oft út að borða en get sagt án efa að þessar pizzur eru uppáhaldsmatur allra hér á heimilinu, enda er pizza ekki bara pizza. Það þýðri ekkert að ætla að gera þær í flýti enda eru þær eldaðar af ást og ekki skemmir fyrir að fá sér ískalt Chablis Ier Cru hvítvín með, bæði á meðan undirbúningi stendur svo og með pizzunni. Bon apetit! Kristín Björk xxx

Fræga humarpizzan í allri sinni mynd

Fræga humarpizzan hennar Kristínar
Gerir um 6 pizzur
Pizzabotn
500 g hveiti
3,25 dl vatn, fingurvolgt
1/2 poki þurrger
væn slumma hunang

Meðlæti
6 kúlur mozzarella, 1 kúla á hvern botn
smjör
2 pokar humar, sérvalið skelbrot (fyrir ca. 6 pizzur)
1 hvítsrif, pressan
1/2 rauður chilí, saxaður
1/2 msk agave sýróp
fersk basilíka
salt og pipar

Pizzasósa
2 msk agave sýróp, fljótandi
2 msk hunang
1/2- 1 hvítlauksrif, pressað
ólífuolía

  1. Gerið pizzabotninn og hnoðið öllum hráefnunum saman og látið hefast í um klukkustund. Deigið á að vera létt í sér því þá nær maður botnunum þunnum og góðum.
  2. Fletjið deigið í um 6 þunna botna.
  3. Forbakið botnana í 220°c heitum ofni en eldið þá ekki alveg í gegn. Með þessu verða botnarnir “crispy”. Takið þá út og geymið á pizzagrind.
  4. Skerið mozzarellaostinn í örþunnar sneiðar. Látið í sigti og geymið í smá stund og leyfið vökvanum að leka af þeim.
  5. Setjið smjör á pönnu og steikið hvítlauk, chilí. Bætið humarnum síðan saman við. Kryddið með ferskri basilíku, sýrópi og salti og pipar.
  6. Gerið pizzasósuna með því að blanda saman sýrópi, hunangi, olíu og hvítlauk. Hafið sósuna þunna.
  7. Setjið mozzarellaostinn því næst á pizzuna og stráið ferskum basilíkublöðum yfir. Setjið humarblönduna yfir pizzuna.
  8. Bakið pizzuna í 225°c heitum ofni á blæstri þar til hún er alveg að verða tilbúin. Setjið þá undirhita á til að hún verði perfecto.
  9. Takið út úr ofninum og stráið rifnum parmesan,sjávarsalti og pipar og njótið svo vel.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.