Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma
3 bollar kasjúhnetur * | |
2 msk kókosolía, fljótandi | |
30 stk Gúllon súkkulaðikex + nokkrar til skrauts | |
250 ml kókosrjómi | |
2 msk sítrónusafi |
1. | Setjið hneturnar í heitt vatn og látið standa í um 1 klukkustund. |
2. | Takið 20 kexkökur og látið í matvinnsluvél ásamt kókosolíu og vinnið gróflega saman. |
3. | Setjið smjörpappír í botninn á 22 cm formi og látið kexmulninginn þar í. Þrýstið vel niður og látið í fyrstinn á meðan fyllingin er útbúin. |
4. | Takið hvíta kremið af kökunum 10 og geymið í sitthvorri skálinni hvíta og brúna hlutann af kexkökunni. |
5. | Fjarlægið hneturnar úr vatninu, þerrið lítillega og setjið í matvinnsluvél. Vinnið hneturnar vel saman í um 30 sekúndur. Bætið þá kókosrjóma, sítrónusafa og hvíta kreminu af kexkökunum saman við og vinnið vel saman. |
6. | Myljið helminginn af brúnu kexkökunum og bætið saman við og vinnið í smá stund. Setjið yfir kexbotninn. |
7. | Setjið hinn helminginn af brúnu kexkökunum yfir fyllinguna og látið í frysti í að minnsta kosti klukkustund. |
8. | Takið úr og skreytið með nokkrum Gúllon kexkökum. |
Færslan er unnin í samstarfi við Icepharma
Leave a Reply