Innihaldslýsing

900 g laxaflak
120 ml soyasósa, t.d. frá Blue dragon
60 ml hrísgrjónaedik, t.d. Rice vinegar frá Blue dragon
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk rifið engifer, hægt að kaupa í krukku frá Blue dragon
safi úr 1 sítrónu
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Setjið öll hráefnin nema laxinn í pott og hitið að suðu.
2.Lækkið hitann og látið malla í um 10 mínútur eða þar til sósan er orðin þykkari.
3.Stillið ofninn á grill og setjið álpappír á bökunarplötu.
4.Setjið laxinn þar á og penslið ríflega með sósunni.
5.Látið laxinn í ofninn, sirka 15 cm frá grillinu og eldið í 10-15 mínútur (eftir þykkt). Það koma dökkir blettir á fiskinn en þar er bara betra.
6.Varist að ofelda laxinn og takið úr ofninum rétt áður en hann er fulleldaður.
7.Penslið með sósunni og stráið ristuðum sesamfræjum og vorlauk yfir.
8.Berið fram með hrísgrjónum.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes sem flytur inn Blue dragon vörurnar.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.