Innihaldslýsing

600 g nauta
600 g nautavöðvi
120 g nautafita
1 pakki gráðostur
2 msk sinnepsduft
vel af svörtum pipar
Smjör til að pensla kjötið á grillinu
Uppskrift fyrir 8 x 150 g hamborgara

Leiðbeiningar

1.Hakkið kjötið og fituna. Blandið varlega saman hakkinu, gráðosti, sinnepsdufti og svörtum pipar. Passið að ofhræra ekki, þá breytist hakkið í kjötfars.
2.Mótið í fallega hamborgara. Áður en hamborgararnir fara á grillið saltið og piprið þá mjög vel. Þegar þið grillið hamborgarana hafiði við hönd bráðið smjör til að pensla þá!
3.Borið fram í nýbökuðu brioche brauði, brakandi fersku klettasalati, guðdómlegri hvítlaukssósu, crispy pikkluðum rauðlauk og stökku grilluðu beikoni.

Þegar hakkið er gert frá grunni þarf að hafa í huga hvaða part af nautinu maður notar, hvernig maður hakkar kjötið og að nægilegt magn af fitu sé í hakkinu svo hamborgararnir haldist vel saman. Þetta er eitthvað sem er hægt að biðja um að hakka fyrir sig í flestum kjötbúðum landsins.

Við notuðum chuck og innra læris vöðva til helminga, hægt er að nota hvaða vöðva sem er en gott er að nota chuckið til að gefa hakkinu meiri fitu. Chuckið er ekki eins hreint kjöt þannig það er hakkað tvisvar sinnum en nægir að hakka vöðvann einu sinni. Á móti kjötinu er síðan gott að blanda hreinni fitu til að hakkið verði í kringum 20% fita.

Uppskrift af nýbökuðu brioche má finna hér

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.