Þegar hakkið er gert frá grunni þarf að hafa í huga hvaða part af nautinu maður notar, hvernig maður hakkar kjötið og að nægilegt magn af fitu sé í hakkinu svo hamborgararnir haldist vel saman. Þetta er eitthvað sem er hægt að biðja um að hakka fyrir sig í flestum kjötbúðum landsins.
Við notuðum chuck og innra læris vöðva til helminga, hægt er að nota hvaða vöðva sem er en gott er að nota chuckið til að gefa hakkinu meiri fitu. Chuckið er ekki eins hreint kjöt þannig það er hakkað tvisvar sinnum en nægir að hakka vöðvann einu sinni. Á móti kjötinu er síðan gott að blanda hreinni fitu til að hakkið verði í kringum 20% fita.
Uppskrift af nýbökuðu brioche má finna hér
Leave a Reply