

| 1 ílangt grasker eða 2 sætar kartöflur | |
| 1 laukur | |
| 3 hvítlauksrif | |
| 1 epli | |
| 1 msk rautt karrý | |
| 1 msk púðursykur | |
| 6 dl vatn | |
| 2 grænmetisteningar frá Knorr | |
| 2-3 msk sítrónusafi | |
| 1 dl rjómi | |
| salt og pipar |
Matarmikil og holl súpa fyrir 4
| 1. | Skerið graskerið í teninga og látið á ofnplötu. Hellið 1/2 dl af ólífuolíu yfir graskerið og 1 msk af púðursykri. Blandið vel saman ásamt sá salti. Látið í 180°c heitan ofn í 30 mínútur. |
| 2. | Setjið olíu í pott og steikið söxuðum lauk, eplabitum og hvítlauk saman. Bætið rauðu karrý saman við. |
| 3. | Þegar graskerið er orðið mjúkt setjið í pottinn ásamt vatni og grænmetisteningum. |
| 4. | Blandið öllu vel saman með töfrasprota eða í blandara. Bætið rjóma saman við og smakkið til með sítrónusafa, rauðu karrí, salti og pipar. |

Leave a Reply