Innihaldslýsing

6-7 perur
1 tsk vanilludropar
1 1/2 tsk kanill
1/4 tsk múskat
1/4 tsk salt
Mulningur:
100 g smjör, við stofuhita
75 g hveiti
40 g OTA haframjöl
50 g sykur
100 g púðursykur
50 g pekanhnetur, saxaðar
1/4 tsk salt
Eftirréttabökur eru hinn fullkomni eftirréttur. Hann er ofurauðvelt að gera og slær ávallt í gegn. Fyrir þá sem vilja má skipta út perum fyrir epli. Allt eftir hentugleik hvers og eins.

Leiðbeiningar

1.Afhýðið perur og skerið í sneiðar. Látið í skál ásamt vanillu, kanil, múskati og 1/4 tsk salti. Blandið vel saman.
2.Hellið perunum í smurt eldfast mót.
3.Blandið smjöri, hveiti, haframjöli, sykri, púðursykri, pekanhnetum og salti saman í skál. Hnoðið vel saman með höndunum þar til deigið er orðið þétt í sér. Myljið yfir perurnar.
4.Bakið í 180°c heitum ofni í 45 mínútur eða þar til orðið brúnt á lit og stökkt.
5.Takið úr ofni og kælið í 5-10 mínútur.
6.Berið fram með rjóma, vanilluís og jafnvel karamellusósu.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.