Innihaldslýsing

200 g gulrætur
1 epli
3 egg
1 1/2 dl púðursykur
1 1/2 dl sykur
3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur
2 tsk kanill
1/2 tsk kardimommukrydd
1/2 tsk engiferkrydd
1/4 tsk salt
1 1/2 dl olía (t.d. sólkjarna)
50 g pekanhnetur
Gulrótarkaka með rjómaostakremi og saltkaramellu

Leiðbeiningar

1.Þeytið egg, púðursykur og sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós.
2.Rífið gulrætur og epli gróflega niður og saxið hneturnar. Setjið saman við deigið ásamt olíu og hrærið vel saman.
3.Setjið smjörpappír í tvö 24cm form og skiptið deiginu á milli. Bakið í 185°c heitum ofni í 20-25 mínútur. Takið úr ofni og kælið lítillega.
4.Gerið nú kremið og byrjið á að hræra smjör, flórsykur og vanilluduft vel saman. Bætið rjómaosti saman við og hrærið áfram. Smakkið til með sítrónusafa.
5.Smyrjið botnana með kreminu og leggið saman. Setjið kökuna í kæli í að minnsta kosti klukkustund.
6.Gerið saltkaramelluna og hitið rjóma, flórsykur og síróp í potti og hrærið stöðugt. Látið sjóða í 2-3 mínútur. Skerið smjörið í litla teninga og bætið saman við. Smakkið til með salti. Kælið og berið fram með gulrótarkökunni.

Ummmmmm
Gulrótarkökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki bara vegna þess hversu góðar þær eru heldur einnig þegar maður borðar þær fær maður svona tilfinningu eins og maður sé lokins búinn að ná almennilegum tökum á lífinu.  Borða sinn daglega (ish) skammt af grænmeti…án þess þó að það sé sjúklega leiðinlegt.

Gulrótakaka, rjómaostakrem og heimagerð saltkaramella. Þarf að segja eitthvað meira?

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.