Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið.   Gulrótasúpa með engifer Fyrir 4 500 g gulrætur 2...

Ef þið viljið máltíð sem er ódýr, holl en á sama tíma hreint unaðslega góð þá eru þið í toppmálum með þessa uppskrift. Þessa súpu elska allir og hún er ofureinföld í gerð. Naan brauðið með dásemdar fetaosta og ólífufyllingu setur svo punktinn yfir i-ið.

 

Gulrótasúpa með engifer
Fyrir 4
500 g gulrætur
2 laukar, saxaðir
20 g ferskt engifer, afhýtt og fínrifið
3-4 hvítlauksrif, söxuð
2 msk smjör
1 tsk cumin (ath ekki kúmen)
1 tsk kóríander
salt og pipar
2 lítrar af grænmetissoð, t.d. frá Oscars (eða grænmetisduft frá Oscars og vatn)
2 msk sítrónusafi

Meðlæti
5 % sýrður rjómi, t.d. frá Mjólka
naan brauð með fetaosti og olívum

  1. Setjið smjör í pott og steikið gulrætur, lauk, hvítlauk og engifer  saman og kryddið.
  2. Hellið grænmetissoðinu saman við og látið malla í 20 mínútur.
  3. Blandið í matvinnsluvél eða blandara og bætið sítrónusafa saman við. Saltið og piprið að eigin smekk.

Naan brauð með fetaosta og ólífufyllingu
2 1/2 tsk þurrger
250 ml vatn, fingurvolgt *
1/2 tsk sykur
450 g hveiti
3 msk ólífuolía
1 krukka feti í kryddolíu með ólífum frá Mjólka

  1. Setjið fingurvolgt vatn í stóra skál. Athugið að hafa það fingurvolgt, ef það er of heitt “deyr” gerið og brauðið lyftir sér ekki.
  2. Bætið 400 g af hveiti saman við, 2 msk af olíu og salti. Hnoðið saman og bætið við hveiti eftir þörfum. Brauðið á að vera örlítið klístrað en þó þannig að hægt sé að hnoða það án þess að það festist við fingurnar. Hnoðið vel í um 7-10 mínútur og mótið deigið í kúlu.
  3. Látið deigið skál og setjið 1 msk af olíu yfir og viskustykki yfir skálina. Látið standa á heitum stað í um klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
  4. Hnoðið þá aftur og skiptið niður í litla bita. Fletjið hvern bita út og setjið fetaost, ólífur og smá af olíu á einn helming brauðsins. Leggið hinn helminginn yfir og fletjið út. Passið að brauðið lokist svo fyllingin leki ekki út.
  5. Penslið brauðin með kryddolíunni, stráið t.d.  smá af söxuðum hvítlauk og steinselju yfir brauðin og kryddið með chilíkryddi.
  6. Grillið þau síðan í ofni eða á útigrilli. Stráið ferskri steinselju yfir brauðið og berið fram með matnum.

 

Færslan er styrkt.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.