Hafrabrauð með besta skinkusalatinu
Hafrabrauð
2 1/2 tsk þurrger
3 dl vatn, fingurvolgt
1 msk hunang
1 msk ólífuolía
1 1/2 tsk salt
50 g haframjöl
75 g spelt
350 g hveiti
Setjið þurrgerið saman við fingurvolgt vatn og látið standa í 10 mínútur. Blandið öllum hráefnunum saman í skál, ásamt gerblöndunni og hnoðið vel. Látið hefast í 1 klukkustund. Hnoðið aftur og setjið í form með smjörpappír. Skerið línur í deigið með beittum hníf og stráið hveiti yfir brauðið. Leyfið að hefast í 30 mínútur til viðbótar. Setjið í 220°c heitan ofn í 5 mínútur og lækkið þá hitann í 180°c. Bakið í 30 mínútur.
Skinku- og eggjasalat
450 g majones
4-5 harðsoðin egg
1/2 dós aspas
200 g skinka
1 msk aromat frá Knorr
Setjið majones í skál. Skerið eggin og skinku niður í litla bita. Hellið smá af safanum af aspasinum saman við majonesið. Skerið aspasinn niður í litla bita og bætið saman við. Blandið öllu vel saman og kælið.
Leave a Reply