Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
3 dl rjómi | |
3 dl sykur | |
2 dl ljóst síróp | |
100 g súkkulaði, saxað | |
0,5 tsk edik | |
100 g smjör | |
10 stk Turkish pepper, muldir smátt |
1. | Blandið rjóma, sykri og sírópi saman í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til blandan hefur náð 122 gráðum. |
2. | Takið af hellunni og bætið súkkulaði, ediki og smjöri saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. |
3. | Bætið þá brjóstsykrinum saman við og hrærið lítillega en ekki of mikið því við viljum ekki að hann bráðni alveg. |
4. | Setjið í 20 x 20 cm form með smjörpappír og kælið þar til karamellan er orðin nægilega hörð til að skera í bita. Það er gaman að strá smá flórsykri yfir bitana. |
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Leave a Reply