Innihaldslýsing

4 bökunarkartöflur
60 ml grænmetisolía, t.d. frá Wesson
sjávarsalt og pipar
1 tsk hvítlauksduft
Fyrir 3-4

Leiðbeiningar

1.Skerið kartöflurnar í strimla eins og tannstöngla.
2.Setjið smjörpappír á 2 ofnplötur og setjið vel af olíu yfir smjörpappírinn. Setjið kartöflustönglana í skál, hellið olíunni yfir og kryddið með hvítlauksdufti, pipar og sjávarsalti.
3.Dreifið vel úr kartöflunum á ofnplötunum, látið þær snertast sem minnst. Bakið í 220°C heitum ofni í 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar stökkar.
4.Rótið reglulega í þeim. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, stráið sjávarsalti yfir.

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.