Innihaldslýsing

1-2 msk ólífuolíu
1 lítill rauðlaukur, smátt skorinn
1 paprika, smátt skorin
2 dósir saxaðir tómatar
1/2-1 grænt chilí, smátt saxað
700 ml kjúklingasoð (eða 1 msk kjúklingakraftur í heitt vatn)
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk cumin (ekki kúmen)
1 tsk paprikukrydd
1 msk chilíduft
200 g hreinn rjómaostur
1/2 - 1 rifinn kjúklingur, eldaður
salt og pipar
Meðlæti: Ostur, kóríander, avacado, nachos t.d.
Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka! Fyrir 3-4 manns.

Leiðbeiningar

1.Hitið olíu í pott og steikið lauk og papriku þar til farin að mýkjast.
2.Látið öll hráefnin að kjúklingnum, rjómaostinum, salti og pipar undanskildu í pottinn og látið malla í 5-10 mínútur.
3.Bætið rjómaostinum saman við og hrærið þar til hann hefur blandast saman við og bætið þá kjúklingnum út í.
4.Smákkið til með salti og pipar.
5.Berið fram með meðlæti að eigin vali (sjá að ofan)

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.