Innihaldslýsing

250 g smjör
250 g 70% súkkulaði frá Rapunzel
4 egg
1/2 tsk salt
150 g sykur
150 g púðursykur
2 tsk vanilludropar
150 g hveiti
Brúnkur sem slá í gegn!

Leiðbeiningar

1.Bræðið smjör og súkkulaði í potti við vægan hita. Kælið lítillega.
2.Hrærið egg, sykur og púðursykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið vanilludropum saman við og hrærið áfram.
3.Hellið súkkulaðismjörinu saman við og hrærið.
4.Hrærið að síðustu hveiti saman við í örstutta stund.
5.Setjið smjörpappír í ca 23x33 cm form og hellið deiginu þar í.
6.Bakið í 160°c heitu ofni í um 40 mínútur. Við viljum að kakan sé smá blaut því þannig er hún best.

 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.