Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við það sem við getum keypt dýrum dómum á veitingastöðum.
Þessi útgáfa er vegan og ótrúlega fljótleg og þægileg. Það er vel hægt að sleppa hrísgrjónunum og hafa þá bara fleiri dumplings á disknum eða bæta í grænmetið. Sósan er aðalatriðið eins og oft áður og passar sérlega vel með þessum rétti.
Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, innflutningsaðila Itsu
Leave a Reply