Innihaldslýsing

1 poki Itsu grænmetis dumplings
1 hvítlauksgeiri saxaður
250g brokkoli í bitum
1 gulrót skorin í mjóa strimla (julienne)
1/2 paprika rauð í mjóum strimlum
Soðin hýðisgrísgrjón ef vill
1 msk sesamolía
2 msk hrísgrjónaedik, ég notaði frá Blue dragon
5 msk sojasósa, ég notaði frá Blue dragon
1 msk maizenamjöl
1/2 rautt chili í sneiðum
Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við...

Leiðbeiningar

1.Byrjið á því að rista kasjúhneturnar á þurri pönnu og setjið til hliðar.
2.Skerið grænmeti og saxið hvítlaukinn smátt.
3.Setjið papriku og gulrótarstrimlana saman við og steikið í stutta stund
4.Hitið sesamolíu á pönnu og steikið hvítlaukinn í 1 mín, setjið þá brokkolíið saman við og steikið áfram í 3 mín
5.Hrærið upp í sósunni og hellið út á pönnuna og steikið áfram í smástund
6.Ef þið eigið auka pönnu þá er gott að setja 2 msk af olíu á pönnuna og steikja dumplings koddana þar til þeir verða gylltir, ef ekki þá getið þið tekið grænmetið af pönnunni og geymt í skál á meðan þið steikið koddana.
7.Mér finnst gott að nota afgangshrísgrjón en þeim má líka sleppa ef vill.
8.Setjið hrísgrjón á disk ásamt grænmeti og raðið dumplings í kring. Toppið með chili sneiðum og kasjúhnetunum.

Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við það sem við getum keypt dýrum dómum á veitingastöðum.

Þessi útgáfa er vegan og ótrúlega fljótleg og þægileg. Það er vel hægt að sleppa hrísgrjónunum og hafa þá bara fleiri dumplings á disknum eða bæta í grænmetið. Sósan er aðalatriðið eins og oft áður og passar sérlega vel með þessum rétti.

 

Uppskrift og myndir eftir Völlu í samstarfi við Innnes ehf, innflutningsaðila Itsu

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.