Í dag er Haustjafndægur og ég svo ég leyfi mér að vitna í þessu fallegu orð Arnórs kennara hjá Rope Yogasetrinu:
“Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri og á haustjafndægri og dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni. Það er mikill umbreytingarkraftur sem fygir þessum tíma, laufblöðin breyta um lit og byrja falla, gróðurinn undirbýr sig fyrir dvala og næstu hringrás. Fullkominn tími fyrir okkur að gera slíkt hið sama…hvaða fræjum vilt þú strá fyrir næstu hringrás?“
Uppskriftin af þessu haustnammi er uppskrift sem ég hef einhvernveginn alltaf ætlað að gera nákvæmlega á þessum árstíma í mörg ár enda minna litirnir mann á haustið. Uppskriftin heitir á ensku “Autumn Brittle” og hana sá ég fyrst á vefsíðunni Adventures Cooking. Þetta er svo sem engin heilsuuppskrift sem þú borðar mörgum sinnum á dag, heldur er þetta sælgæti, en æji litirnir eru svo fallegir að það er ekki annað hægt en að hrífast með. Það væri gaman að gera hollari útgáfu af þessari uppskrift og spurning hvort lesendur GRGS komi með skemmtilegar tillögur. En uppskriftin er engu að síður góð og algjört konfekt fyrir augun. Það er viðeigandi að birta hana á þessum fallega degi. Megið þið njóta!
Leave a Reply