Innihaldslýsing

1 bolli hnetusmjör
1/4 bolli hlynsíróp
1/3 bolli súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
1/3 bolli kókosflögur
1/4 bolli OTA Solgryn haframjöl
Súkkulaðidýfa: 1/2 bolli súkkulaðidropar + 1 msk kókosolía
Takið kúlurnar úr frysti og dýfið helmingnum í súkkulaðið.
Látið á smjörpappír þar til súkkulaðið er hart. Berið fram strax eða geymið í frysti.
Það má leika sér með uppskriftina og setja pekanhnetur, rúsínur, trönuber og í raun það sem hugurinn girnist.

Leiðbeiningar

1.Blandið hnetusmjöri og hlynsírópi saman í skál og hrærið vel.
2.Bætið súkkulaði, kókosflögum og haframjöli saman við og blandið öllu vel saman.
3.Mótið kúlur úr deiginu og látið í frysi.
4.Bræðið súkkulaði og kókosolíu saman í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.
Þessi færsla er unnin í samstarfi við OTA

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.