Sjöfn Þórðardóttir fjölmiðlakona og þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar á sjónvarpsmiðlinum Hringbraut deilir hér með okkur einni af sinni uppáhalds uppskrift. Sjöfn er mikill matgæðingur og ástríðukokkur og veit fátt skemmtilegra en að bjóða sínum nánustu til matarveislu.
„Ég nýt mín í botn í eldhúsinu við að undirbúa ljúffengan mat og kræsingar fyrir mína nánustu og gesti. Þegar kemur að matargerð og bakstri þá legg ég mikið upp úr því að framreiða matinn á fallegan hátt og aðrar kræsingar enda borðum við flest öll fyrst með augunum, svo með munninum. Ég dekka til að mynda ávallt upp fallegt borð og skreyti á einfaldan og stílhreinan hátt í stíl við árstíðirnar að hverju sinni, til dæmis með lifandi blómum og huggulegu kertaljósi. Þegar ég held matarboð þá fer ég alla leið og vil hafa alla umgjörðina aðlaðandi.“
„Þetta humarpasta er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og gestum og bræðir bragðlaukana. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti, þá notaði ég ferskt tagliatelle frá Kaju en Karen Jónsdóttir hjá Matarbúri Kaju framleiddi það á tímabili og er það eitt besta pasta sem ég hef nokkrun tímann bragðað. Það væri bæði lífrænt og umhverfisvottað. Því miður er það ekki fáanlegt núna en vonandi fljótt aftur, ef fólk vissi bara hve gott það er. En það er til dásamlega ljúffengt tagliatelle pasta í Bónus sem er fullkomið í þennan rétt og ég mæli með því að nota ferskt pasta það er svo margfalt betra.“
Leave a Reply