Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti
Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti
Hvítlauks- og parmesan kjúklingur með litríku rótargrænmeti

Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry
1 msk steinselja
1 msk þurrkað oregano
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk paprikukrydd
1/4 tsk chilíkrydd t.d. chilí explosion
salt og pipar
1 sítróna, safi og fínrifinn börkur
ólífuolía t.d. extra virgin frá Filippo Berio
1 poki gulrætur
1-2 sætar kartöflur eða 1/2 ílangt grasker
1 rauðlaukur
1 brokkolí
2 hvítlauksrif pressuð
parmesan rifinn
Rétturinn sem við eldum þegar við nennum ekki að elda

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklinginn í bita og setjið í skál.
2.Blandið steinselju, oregano, hvítlauksdufti, papriku, chilíkryddi, salti og pipar saman í skál. Setjið helminginn af kryddblöndunni saman við kjúklinginn ásamt 2 msk af ólífuolíu og safa úr 1 sítrónu ásamt fínrifnum sítrónuberki. Blandið öllu vel saman og setjið kæli á meðan grænmetið er undirbúið.
3.Setjið smjörpappír  á ofnplötu og skerið grænmetið gróflega niður og blandið öllu saman. Setjið 2-3 msk af ólífuolíu saman við grænmetið og afganginn af kryddinu. Látið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.
4.Takið kjúklinginn úr ísskápnum og hellið vökvanum frá. Setjið saman við grænmetið og aftur inn í ofn í aðra 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður og grænmetið orðið mjúkt. Setjið á grill í nokkrar mínútur í lokin og brúnið örlítið.
5.Stráið rifnum parmesan yfir allt og berið fram.Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes

Þegar haustlægðirnar mæta á svæðið og dimma tekur á maður það til að vera með aðeins minni orku. Þá vill ákvörðunin um kvöldmatinn flækjast fyrir manni (og já líka mér). Þegar það gerist þá er þetta svarið – þetta er rétturinn!

Í stað þess að panta skyndibita er það sem er til í ísskápnum skorið niður og blandað saman. Úr verður meinholl og staðgóð máltíð sem er frábær í nesti út vikuna. Þetta er að fara að verða nýja uppáhaldið ykkar. Lofa!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.