Karitas Óskarsdóttir með salthnetu- og karamelluklatta sem slá í gegn
Karitas Óskarsdóttir með salthnetu- og karamelluklatta sem slá í gegn

Innihaldslýsing

3 dl glúteinlausir hafrar
1 egg
1 dl létt AB mjólk
1 dl möndlumjólk
1 dl sólblómafræ
1 dl pekanhnetur gróflega saxaðar
1 dl kasjúhnetur gróflega saxaðar
6-8 dropar karamellu Stevia
salt
Sesam fræ eða kókosmjöl sem
Hér eru mín útgáfa af virkilega góðum hafrabollum sem eru glúten og sykurlausar. Þessar eru frábærar með súpum, í hádeginu, fyrir börnin í skólann eða í saumaklúbbinn.  Erum við annars ekki flest að leitast eftir því hollasta í dag sem á líka að vera gott?

Leiðbeiningar

1.Blandið öllum hráefnum vel saman.
2.Ef blandan er þurr bætið þá meira af Ab mjólkinni.
3.Mótið í handfylltar bollur og leggið á bökunarpappír á ofnplötu. Stráið sesamfræjum eða kókosmjöli yfir bollurnar.
4.Setjið inn í 180°c heitan ofn í 20 mín. Fylgist vel með bollunum og lækkið hitann í 160°c ef þær eru farnar að dökkna óþarflega.Njótið vel!
Karitas Óskarsdóttir er heilsu- og matarbloggari hjá H magasín ásamt því að vera hóptíma og einkaþjálfari starfandi hjá Hreyfing heilsulind. Ástríða hennar liggur í hreyfingu, matarræði og að prufa sig áfram í eldhúsinu sem hún vill meina veiti sér mikla hugarró.
Karitas er óhrædd við að prufa sig áfram með nýja rétti, hollar kökur, sem og einföld millimáli sem henta öllum. Ég rakst einmitt á þessa ofurgirnilegu uppskrift af salthnetu- og karamelluklöttum þegar ég var að fletta í gegnum og vissi um leið að þeir ættu fullt erindi á GRGS.
Karitas tók vel í þá bón mína og leyfir hér lesendum GRGS að njóta. Ég mæli svo innilega með að þið kíkið inn á instagram síðu hennar @karitasoskars og skoðið þessar óendanlega girnilegu uppskriftir. Ég er “as we speak” með ofvirka munnvatnskirtla yfir geggjaðri uppskrift af skyrköku með kókoskaramellubotni.
Nei sko – NAMM!

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.