Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum
Japanskt kjúklingasalat með sætri chilísósu og stökkum núðlum

Innihaldslýsing

4 kjúklingabringur, t.d. frá Rose poultry
2 dl sweet chilisósasósa
120 ml ólífuolía
60 ml balsamik edik
2 msk sykur
2 msk. soyjasósa, t.d. frá Blue dragonmöndlukurl
1 pakki instant núðlur
1 pakki möndluflögur
2 msk sesamfræ
Eitt það allra besta sem þið hafið bragðað   

Leiðbeiningar

1.Skerið kjúklinginn í litla bita eða strimla. Setjið olíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Hellið vökva sem kemur frá kjúklinginum ef einhver er.
2.Þegar kjúklingurinn er næstum tilbúinn bætið þá sweet chilí sósu saman við og látið malla í 3-5 mínútur.
3.Gerið þá sósuna með því að sjóða öll hráefnin saman í um 1-2 mínútur. Kælið og hrærið stanslaust í sósunni meðan hún kólnar.
4.Myljið núðlurnar og ristið á pönnu. Bætið möndluflögum og sesamfræjum og ristið saman í 1 mínútu.
5.Setjið salatið í skál ásamt mangó, tómötum rauðlauk. Hellið sósunni saman við og smá af núðlublöndunni og blandið vel saman.
6.Setjið kjúklingabitana yfir salatið og stráið afganginum af möndlukurlinu yfir allt.

Þetta salat hefur verið í uppáhaldi í svo ótal mörg ár, en einhverra hluta vegna hefur það aldrei  náð hingað inn. Eflaust kannast nú flestir við þessa uppskrift og hafa gert í mörg ár, en ef þið hafið hinsvegar aldrei bragðað á þessari dásemd þá er löngu kominn tími til. Þetta slær alltaf í gegn hjá öllum!

Styrkt færsla

Leave a Reply

Your email address will not be published.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.